Ginnungagap

23 janúar 2006

Ég er víst ekki alveg fullkomin...

Ég var að koma frá tannlækni og það var verið að gera við einu skemmdina sem ég hef nokkurn tímann fengið. Þar af leiðandi er ég alveg dofin öðru megin í munninum og lifi í stöðugri hættu um að annað hvort bíta í eða gleypa tunguna í mér. Síðan ég kom heim er ég búin að stunda miklar rannsóknir á því hvað ég sé dofin langt út á andlit og hvað ég geti eiginlega togað vörina á mér langt. Ég hef bara einu sinna áður verið deyfð og ætla því að gera eins miklar rannsóknir núna og unnt er.
Síðasta próf er á morgun og til að fagna því er ég að hugsa um að kaupa mér myndavél til að taka mynd af fríinu mínu. Ég ætla líka heim að spila púkk og svo fer ég suður á fimmtudaginn. Um daginn var ég að tala um að ER væri minn læknaþáttur og ég vildi ekkert Strong Medicine kjaftæði. Ég er ennþá sammála því en núna er Grey's Anatomy uppáhalds nýji þátturinn minn. Svona hæfileg blanda af sjúkdómum, alvöru og rómantík. Þorrablótið um helgina var mjög skemmtilegt eins og við var að búast. Gettu betur klukkan hálf 8: Áfram MA!
Arna - með slef niður á bringu!

|