Ginnungagap

31 janúar 2006

Arna hlær að sjálfs sín fyndni

Í u.þ.b. viku er ég ekki búin að gera neitt. Ég hef farið seint að sofa, seint á fætur og ekki afrekað mikið. Ég keypti reyndar 5 boli, fór í leikhús og af og til uppeftir til ömmu. Svo hef ég farið þrisvar á dag inn á INNU til að gá hvort stundataflan mín sé komin. Hún kom í dag og ég væri að ljúga ef ég segði að hún væri fín. Ég er nánast eins mikið í skólanum og boðið er uppá. Byrja alltaf klukkan 8 og er þrjá daga til 4. Engar eyður.En að öllum ólöstuðum held ég að 2. sería af ER (eða Akutten, eins og hún heitir á norsku) hafi haldið á mér gegnum fríið. Hún er búin að vera mín stoð og stytta og svíkur mig aldrei!

Ég veit að Hrólfur yrði stoltur ef hann vissi hvað ég er búin að haga mér vel. Tímabilið er bara búið að fara ljúflega með mig og ég er aldrei búin að fá blóðnasir. En það er ekki búið - langt því frá! Erfiðir leikir eftir og ég gef ekkert eftir!

Mér finnst gaman að telja niður. Á morgun eru 11 mánuðir síðan ég fékk bílpróf, á hinndaginn eru 2 vikur þangað til ég verð 18, á morgun eru líka 5 mánuðir í að Brynja verði 23 og á hinndaginn eru 5 mánuðir í að stefnumót mitt og Hróbjarts Vilhjálmssonar fari fram í Gautaborg. Maður getur alltaf fundið eitthvað til að hlakka til!

|