Ginnungagap

11 janúar 2006

Ég og sjónvarpið, tölvan og ég

Enn ein tæknialdan reið hér yfir í gær þegar þráðlausa netið var tengt. Nú þarf ég ekkert að læra í prófatíð. Ég get bara hangið á netinu, horfi á sjónvarpið og borðað smákökur, eftirlitsslaus... Búin með eitt próf af átta og gékk bara ágætlega. Finnst eiginlega ekki að ég sé byrjuð í prófum, ég er eitthvað svo róleg.

Horfði á einn svona Strong medicine þátt áðan og ég verð að segja að ég held ég haldi mig bara við mína Bráðavakt. Þegar maður er komin í svona náin kynni við einn spítala er erfitt að kynna sér starfshætti á öðrum... Sko Bráðavaktin getur nú verið dramatísk en þessi þáttur var jafnvel enn dramatískari. Önnur aðalkonan var að skilja af því að kallinn hennar barði hana og dóttir hennar var í bakaðgerð til að losna við bakspelkur og hin aðalkonan var í klessu vegna þess að maðurinn sem hún var nýbúin að átta sig á að hún elskaði var skotinn í hausinn og varð heiladauður og um leið dó barn sem hún var búin að sinna í meira en ár. Þetta hefði nú tekið a.m.k. þrjá þætti í ER.

Jæja líklega best að drullast til að lesa Gylfaginningu og málsöguna, eða læra kannski læra sannanir í stærðfræði, eða kannski bara vera í tölvu og horfa á sjónvarpið...

|