Skálaferð og slægjufundur
Kom úr skálaferð í gær. Hún var voðalega fín og róleg - margir sem kviðu fyrir stærðfræðiprófinu, sem við erum að fara í á eftir, og lærðu.
Lýsandi dæmi fyrir það hvað ég er heppin: Ég var fengin til að keyra bíl heim í dag sem er bara frábært. Þ.e. að geta verið á sinni eigin dagskrá. En nei - þá er bara orðið kalt og vegagerðarvefurinn segir að það sé hált alla leiðina heim. Volvo kallinn er ekki á neinum súper dekkjum þannig að mér sýnist að ég verði bara að koma mér einhvern veginn öðruvísi.
Leitin að þarfanautinu er án efa það sem stendur upp úr sjónvarpsdagskrá vikunnar! Hló mig máttlausa.
Er farin að líta á stærðfræðina áður en ég legg svo í prófið ógurlega. Trúi ekki öðru en ég nái!