Ginnungagap

24 október 2005

Já ég þori, get og vil!

Í dag vildi ég óska þess að ég ynni einhver staðar, bara svo ég gæti gengið út kl 14:08. Mér finnst allt svona byltingakennt og öfgakennt skemmtilegt! Sérstaklega ef það snýst um réttindi einhverra minnihlutahópa. Í dag er þessi minnihlutahópur konur. Mikið vona ég að það taki margir þátt í þessu svo þetta verði ekki slappt. Þetta er allt of gott málefni til þess að leyfa þessu að verða slappt!

Ég held ég hafi ekki borðað neitt, sem amma myndi kalla mat, um helgina. Fæða mín samanstóð af óbökuðum marens, grillaðri brauðsneið, hamborgara, kókopuffsi, grillaðri brauðsneið, rjómapönnuköku og grillaðri brauðsneið.

Húsmóðurveiran er búin að taka sér bólfestu í mér. Dæmi: ég borða alltaf standandi við vaskinn - ef ég er ein heima þ.e.a.s.

Stórskemmtilegt slægjuball um helgina. Carmen-rúllurnar alveg að gera sig. Þarf að prófa gufurúllurnar hennar Siggu næst.

Sjáumst í Sjallanum kl 15:00!

|