Sjálfsblekking?
"Já og einu sinni enn með ykkur, bassar"
Já þarna var verið að tala við mig... Ég er bassi. Það er þemavika í tónlistarskólanum og grunnstigið syngur negrasálma þríraddað. Eins og ég sagði erum við þrískipt og sætaskipan réði því að ég lenti í neðstu rödd. Ég hélt í tvo sólarhringa að þessi rödd héti annar allt. Ég lifði í sjálfsblekkingu - hún heitir bassi. Fékk áfall þegar Sigga söng sagði þetta í fyrsta skipti, nett sjokk þegar hún sagði þetta í annað skipti en í þriðja skiptið áttaði ég mig: Er þetta ekki draumur minn, um þáttöku í karlakór, að rætast?