Ginnungagap

21 október 2005

Rjómi?

Ég sveik Óla (Volvo-inn) og kom ekki á honum heim. Hann getur eiginlega sjálfum sér um kennt því hann er bara með eitt nagladekk. Er bara ánægð eftir að ég sá að ég hefði nú líklega bara runnið stjórnlaust niður víkurskarðið hefði ég farið á honum.

Dreif mig í búðina þegar ég kom heim og ætlaði bara að kaupa aðeins í tvær kökur en ég er ekki frá því nema það hafi heltekið mig einhver húsmóðurveira í búðinni því í staðinn fyrir að kaupa bara það sem ég ætlaði, rötuðu ótrúlegustu hlutir, sem ég ætlaði ekkert að kaupa, ofan í körfunni. Ég meina, afhverju keypti ég lítið smjörstykki og hveiti þó ég þyrfti það ekkert og það væri sjálfsagt til heima. Er að baka fyrir Hrólf, það er kökubasar á morgun og Arna er í tilraunastarfsemi með marengsbotna, rjóma og alls konar súkkulaði (aðallega rommkúlur og rommí). Ég náði líka að gera eitt sem hefur aldrei gerst í sambandi mínu við marens; mér tókst að gera fyrri plötuna að einhvrjum klessum , en seinna platan er að gera mig stolta í ofninum.

Hver leyfði að gömlu, ósamstæðu, ónýtu póstkassarnir væru teknir og í staðinn kæmu einhverjir samstæðir, fallegir og ólekir? Átti ekkert að spyrja mann álits?

Er ekki frá því nema ég hafi kannski bara náð stærðfræðiprófinu. Kannski Níels fari að vita hvað maður heitir ef maður stendur sig í þessum prófi, eða allavega vita í hvaða bekk maður er!

|