Ginnungagap

01 nóvember 2005

Dýrmætur farmur

Alltaf sama vesenið á mér. Það er löng helgi um næstu helgi og í staðinn fyrir að drífa mig strax suður eins og góðri stúlku sæmir, ætla ég heim á fimmtudaginn og sjá Hrólf brillera í Blessuðu barnaláni. Ætla reyndar að taka hann upp svo mamma geti líka séð hann. Svo þarf pabbi greyið að aka heimasætunni til Akureyrar þaðan sem hún flýgur til Reykjavíkur á dýrasta miðaverði.

Helgin var afar róleg. Gerði mest lítið. Fór samt með Ella í hestaflutninga og undirbjó komu Þjóðverjana. Lærði sem sagt ekki neitt. Ekki fyrir sögupróf, ekki neitt í stærðfræði. Ég er farin að vera svona hæfilega kærulaus í náminu. Ég er ekki að segja að ég sé ekki að læra - ég læt námið bara ekki stjórna mér. Ég kýs reyndar að kalla þetta ekki kæruleysi heldur forgangsröðun nútíma konu á framabraut...

Það eru tónleikar eftir viku og ég er að fara að syngja tvö lög í samsöng á eftir. Það er gaman að segja frá því að ég kann hvorugan textan!

|