Ginnungagap

08 október 2005

Landsbyggðarfordómar...?

Í dag, laugardaginn 8.október, er kosið um sameiningu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu. Sjaldan eða aldrei hefur mig langað jafnheitt að vera orðin 18. Ég held að það hljóti að vera góð tilfinning að setja stóran og klunnlegan kross við "NEI". (Ég þyrfti reyndar að eiga lögheimili í Skútustaðahreppi til að mega kjósa, en það er annað mál.) Ég er alls ekki að segja að ég sé á móti Norður-Þingeyingum, þar sem að ég þekki nú einn alveg aldeilis ágætan. Ég er hins vegar að reyna að finna hvað Mývatnssveit og t.d. Raufarhöfn eiga sameiginlegt. Það er ekki nóg með að atvinnuvegirnir séu mjög ólíkir, heldur er þetta nánast á sitt hvorum endanum á landinu!
Í dag er ég pólitísk og set ég traust mitt á Mývetninga með kosningarétt.

Læri og tilheyrandi í kvöldmatinn.

|