Ginnungagap

10 október 2005

Stóri bróðir?

Ef ég hefði kveikt á sjóvarpinu mínu svona u.þ.b. klukkan 19:20 hefði ég orðið undrandi en mjög glöð. Ég hefði nefnilega haldið að það væri einhver ný sjónvarpstöð komin í loftið og ég væri með frítt áhorf. En nei, svoleiðis var það nú ekki. Atburðarrásin var svona:
  • Páll Magnússon las fréttirnar. Ekki í fyrsta skipti en það voru örugglega einhverjir sem ekki höfðu heyrt hann lesa fyrr.
  • Fyrsta fréttin í íþróttafréttum var um skylmingar.
  • Það eru komin ný veðurkort í veðurfréttirnar. Þór greyið átti í mestu erfiðleikum með tæknina.
  • Það er byrjað að senda út nýjan dægurmálaþátt að fréttum loknum.
Má skipta um allt í einu? Ruglast ekki stór hópur eldra fólks í ríminu?

Skólayfirvöld hafa komist að því að lögheimili mitt er í Suðurbyggð 4. Ég var svo sem ekkert að leyna því fyrir þeim en ég var ekkert að segja þeim það heldur. Ég sá þetta þegar ég gáði á INNU áðan. Veit ekki afhverju mér er svona barnslega mikilvægt að fólk viti að ég er úr Mývatnssveit en ekki Akureyri. T.d. sagði ég í handbók skólans að lögheimilið mitt væri á Grænavatni en aðsetur í Suðurbyggð. Það gerði ég daginn áður en lögheimilisskiptin gengu formlega í gegn, þannig að ég var í rauninni að segja satt.

Ekki laust við að ég sé með kjánahroll við að hlusta á umræðurnar í nýja Kastljósinu...

|